Veski

Crypto wallet

Til eru rafmynta veski (e.crypto wallet) og til skilja hvað þau eru er gott að ímynda sér að þetta sé annað hvort bankahólf þar sem þú hefur einungis aðgang að og engin annar eða bara venjulegt veski sem maður geymir seðla. Þar sem rafmyntir er stafrænar getur verið smá flókið að reyna skilja afhverju maður ætti að stofna rafmynta veski (e.crypto wallet) en það hefur fleiri kosti en galla.

Þegar þú kaupir þér rafmynt á einhverjum vefgangi er hægt að ímynda sér það eins og innlögn í banka. Þegar þú leggur pening inn í banka þá fer peningurinn á reikning sem er á þínu nafni og þú hefur aðgang að hvenær sem er. Bankinn hefur einnig aðgang að þínum pening og getur því lánað hann til einhvers annars eða fjárfest honum í eitthvað en á sama tíma sérð þú það ekki og því er ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Bankakerfi á Íslandi er með þá tryggingu að ef bankinn fer á hausinn þá hverfur ekki peningarnir þínir heldur færast þeir yfir á bankann sem tekur við þeim viðskipta vinum sem voru áður í þeim banka sem fór á hausinn. Þegar þú kaupir rafmynt af vefgangi má ímynda sér allt þetta ferli sem bankar starfa undir nema það er engin trygging á ef vefgangurinn fer á hausinn, sem þýðir að þá myndir þú tapa öllu sem þú lagðir inn og einnig hefur gerst að það hefur verið hakkað inn á þessa vefsíður og tekið rafmyntir fólks en sem betur fer hefur það nánast ekki gerst í langan tíma þar sem öryggi þessara vefsíða hafa bætt sig og gert betur.

Rafmynta veski er ekki tengt neinum vefgangi og þjónar einum tilgangi og það er að geyma rafmyntir, ekki er hægt að brjótast inn á þitt veski (hakka), lána rafmyntirnar þínar til annað fólk, fjárfesta þeim án þíns leyfis og þýðir það að þær eru eingöngu í þinni eigu.

Rafmynta veski eru stafrænar eða í eins konar USB kubb og ber að gæta lykilorð og öðrum öryggis kóðum sem þarf að fylla út til að komast inn í veskið þitt. Mælt er með að handskrifa allt sem er gefið upp í leiðbeiningum til að stofna svona veski.