Bitcoin

Hvað er Bitcoin?

Í stuttu máli er Bitcoin kóði sem er ritaður fyrir hverja mynt og hagar sér eins og gjaldmiðill.

Til að skilja nákvæmlega hvað Bitcoin er og hvað það inniheldur þarf að hafa ágætan skilning á kóðun og forritun en fyrir flest alla aðra sem eru ekki að leitast eftir því hvernig sá kóði virkar þá er Bitcoin stafrænn gjaldmiðill. Bitcoin er fyrsta kynslóð rafmynta og er elsta rafmynt sem til. Bitcoin kom fyrst upp 31.okt 2008 þegar óaðgreindur aðili eða hópur að nafni Satoshi Nakamoto gaf út fyrstu drög af Bitcoin sem innihélt stafrænt reiðufé sem væri byggt á nýrri tækni sem kallast blockchain. Síðan, þann 3. janúar 2009, fór Bitcoin netið í loftið með námuvinnslu, sem gerði fyrsta hóp viðskipta til að hefja blockchain.

Afhverju er það svona verðmætt

Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum sem byggjast á mælanlegum og fyrirsjáanlegum þáttum eins og markaðsvirði og efnahagslegum árangri, er verðmæti Bitcoin algjörlega knúið áfram af eftirspurn: framboði og áhuga framtíðar kaupenda. Bitcoin hefur einnig fyrirfram sett magn sem er óbreytanleg og er hún 21.000.000BTC. Til að reyna bera saman Bitcoin við eitthvað þá væri það gull frekar en hefðbundin gjaldmiðil þar sem að gull er náttúruauðlind og hefur því ákveðið magn sem er í boði og ekki er hægt að búa til eða finna meira þegar það klárast eins og með Bitcoin. Til að bera það saman við alla aðra gjaldmiðla þá hefur engin gjalmiðill sett magn og er því endalaus í kenningu. Þetta getur því útskýrt afhverju hlutir eru sífellt að hækka, laun, matur og fleira, má segja að því meira magn því lægra verðmæti gjaldmiðilsins.

En hver er á bakvið Bitcoin?

Satoshi Nakamoto er nafnið sem er dulnefni af einstakling/um sem þróuðu bitcoin og því ekki en vitað hver er á bak við Bitcoin.