Token
Hver er munurinn
Token er þýtt yfir í sem tákn og er það kannski ekki alveg nóg of nákvæm lýsing á hvað það er í tengslum við rafmyntir. Tokens eru stafrænar eignir sem eru byggðar ofan á núverandi blockchain með því að nota snjalla samninga (e.smart contract) og geta þjónað margs konar aðgerðum, allt frá áþreifanlegum hlut til að veita aðgang að vettvangs sértækum þjónustu og eiginleikum.
Það eru nokkra rafmyntir sem gefa þennan möguleika að búa til Token og eru það Ethereum, Solana, Binance sem dæmi eru tekin. Þegar þú ert að kaupa eða hanna Token þá verður þú að nota núverandi rafmynt sem býður upp á að hanna Token út frá sér. Margar af núverandi Tokens sem eru á markaði þarf að greiða með þeirra rafmynt sem hún er hönnuð af en þó ekki allar. Þessar rafmyntir sem gefa möguleika að hanna Tokens gefa sér möguleika á að styrkja sjálfan sig í virði og auka einnig markaðsvirði sitt með þessu en það þarf samt ekki vera alltaf.
Það sem gerir Tokens áhugaverðar er að það er oft notað þær í tölvuleikjum eða sem eins konar umbunarkerfi þegar þú ert að stake þína rafmynt og færð greitt til baka í prósentu sem stake pool gefur frá sér í tilteknum tíma.
Þú getur búið til þína Token og gefið henni nafn sem er svo selt á opnum markaði. Til að hanna Token þarf að kóða hana og setja hana svo á kerfi rafmyntar sem þú vilt hafa hana á. Þetta getur hljómað smá flókið en er það alls ekki og hver sem er sem hefur aðgang að tölvu getur búið sér til Token en ég er ekki að lofa þér því að þú sért að fara græða á henni. Ber að hafa í huga að það kostar smávegins að hanna svona en er kostnaðurinn oftast frekar lítill.
Til eru dæmi um Tokens sem flokkast undir smá djók (meme) og hafa tekið gríðarlegum framförum og stokkið úr engu yfir í virði þar sem fólk hefur grætt mikið magn af pening en þetta flokkast undir frekar áhættu samlega fjárfestingu þar sem þessar Tokens eru gríðarlega sveiflukenndar og geta alveg eins farið jafn hratt niður í núll.
Shiba inu er dæmi um djók token sem er byggð á Ethereum og tók hún gríðarlegu stökki þar sem margir urðu glaðir.